Persónuleiki “Yfirmann”

(ENTJ-A / ENTJ-T)

Tími þinn er takamarkaður þannig að ekki skaltu eyða tíma þínum með að lifa lífi einhvers annars. Ekki láta hreppa þig í fjötra með kreddum - sem er það að lifa á grundvelli niðurstaðana annarra manna. Ekki láta hávaða frá skoðunum annarra draga niður í eigin innri rödd þína. Og það sem er mikilvægast hafðu hugrekki til að fylgja hjarta þinu og innsæi. Þeir vita einhvern veginn nú þegar hvað þig langar raunverulega til að verða. Allt annað er aukalegt.

Steve Jobs

Yfirmenn eru fæddir leiðtogar. Fólk sem er með þessa persónugerð hefur í sér gjöf persónutöfra og sjálfstrausts, og það geislar frá þeim vald með þeim hætti að það dregur til sín hópa í kringum sameiginlegt markmið. En ólíkt hinum næmari forvígismanni, þá er algengt einkenni yfirmanna vægðarlaus skynsemi, þar sem notuð er atorka, staðfesta og greind til að ná fram hvaðeina það sem þeir hafa ákveðið fyrir sjálfa sig. Ef til vill er það best að þeir eru einungis þrjú prósent íbúa, að öðrum kosti myndu þeir yfirþyrma óframfærnar og næmar persónugerðir sem eru meirihluti heimsins - en við erum með yfirmenn sem við getum þakkað mörgum þeim fyrirtækjum og stofnunum sem við treystum á hversdagslega.

Hamingjan felst í gleði yfir því að afreka eitthvað.

Sé eitthvað til sem yfirmenn elska þá er góð áskorun, mikil eða lítil, og þeir trúa því staðfastlega að fái þeir nægan tíma og fjármuni, þá geti þeir náð hvaða takmarki sem er. Þessi eiginleiki veldur því að fólk sem er með persónuleika yfirmanns eru frábærir athafnamenn, og geta þeirra til að hugsa á grundvelli stefnumörkunar og til að vera með langtímafókus meðan þeir framkvæma hvert skref í áætlunum sínum af festu og nákvæmni veldur því að þetta eru öflugir leiðtogar í athafnalífinu. Þessi festa er oft forspá sem rætist af sjálfri sér, eftir því sem fyrirmenn ýta markmiðum sínum fram veginn með viljastyrk sínum einum, þar sem aðrir myndu gefast upp og fara í eitthvað annað, félagsfærni þeirra hefur í för með sér að líklegt er að þeir geta þrýst öllum öðrum með sér og ná þannig stórbrotnum árangri í ferlinu.

Persónuleiki “Yfirmann” (ENTJ-A / ENTJ-T)

Við samningsborðið, hvort sem það er í fyrirtækjaumhverfi eða þegar keyptur er bíll, þá eru yfirmenn ríkjandi, ótrauðir, og ósáttfúsir. Þetta stafar ekki af því að þeir eru kaldlyndir eða grimmir í sjálfu sér - þetta er fremur að yfirmannapersónuleikar njóta í raun áskorunina, baráttan milli vitsmuna einstaklinga, orðheppni sem kemur úr þessu umhverfi, og þó svo gagnaðili geti ekki lagt árar í bát, þá er það engin ástæða þess hjá yfirmönnum að þeir rifi seglin með tilliti til eigin skoðunar um að þeir muni bera sigur á endanum.

Undirliggjandi hugsun sem fer um huga yfirmannsins gæti verið eitthvað á þessa leið "Mér er sama þótt þú kallir mig tillitslausann a********a , svo framarlega sem ég er mikilvirkur a*******i".

Sé það nokkur sem yfirmenn virða þá er það einhver sem er fær um að standa þeim á sporði vitsmunalega séð, sem getur farið fram af nákvæmni og af gæðum sem jafnast á við þeirra eigin. Yfirmannapersónuleikar búa yfir sérstökum eiginleika í að koma auga á hæfileika annarra, og þetta hjálpar þeim bæði við að byggja upp teymi (þar eð enginn, alveg sama hversu klár, getur gert allt einn), og við að koma í veg fyrir að yfirmenn sýni af sér of mikinn hroka og yfirlæti. Hins vegar þá búa þeir einnig yfir sérstökum hæfileikum við að koma auga á mistök annarra með mikilli ónærgætni, og þetta er þar sem yfirmenn byrja að lenda í vandræðum.

Leggja rækt við þau vísindin sem varða mannleg tengsl

Tilfinningaleg tjáning er ekki sterka hlið hjá neinum persónuleikagerðum sem eru í greiningarhópnum, en vegna félagslegs eðlis þeirra, þá er fjarlægð yfirmanna frá tilfinningum sínum sérstaklega í eðli sínu opinber, og það finnst beint af miklu breiðari hópi manna. Sérstaklega í fagumhverfinu þá munu yfirmenn einfaldlega mylja viðkvæmni þeirra sem þeir álíta vera afkastalitlir, óhæfir eða latir. Gagnvart fólki sem er með persónugerð yfirmanna, þá eru tilfinningaleg viðbrögð tákn um veikleika, og það er auðvelt að skapa sér óvini með þessari nálgun - Yfirmenn gera vel í því að minnast þess að þeir eru fullkomlega háðir því að vera með virkt of starfandi teymi, ekki bara til að ná fram markmiðum, heldur einnig vegna staðfestingar og svörunar, eitthvað sem stjórnendur eru, einkennilega, mjög næmir gagnvart.

Yfirmenn er sannar orkuveitur, og þeir þróa með sér ímynd þess að gnæfa yfir aðra - og þetta er oft raunveruleikinn. Fólk sem er með þessa persónugerð þarf samt að muna eftir því að stærð þeirra stafar ekki einungis af eigin gerðum, heldur einnig frá starfi teymis sem styður við þá, og að það er mikilvægt að viðurkenna framlag, hæfileika og þarfir stuðningsefnis þeirra, sérstaklega út frá tilfinningalegu sjónarhorni. Jafnvel þótt þeir þurfi að taka upp hugsunarháttinn "láttu sýnast þangað til þú getur það", þá verður yfirmönnum umbunað með djúpstæðum, ánægjulegum samböndum og öllum þeim ögrandi sigrum sem þeir geta höndlað, ef yfirmenn eru færir um að sameina tilfinningalega heilbrigðan fókus samhliða hina mörgu styrkleika sem þeir eru með.

Yfirmenn sem þú kannski þekkir

Viltu fræðast meira?