Persónuleiki “Sáttasemjari”

(INFP-A / INFP-T)

Sáttasemjarar eru sannir hugsjónamenn, alltaf leitandi að votti af því góða í jafnvel versta fólki og atburðum, og leitandi að leiðum til að gera hlutina betri. Þó þeir kunni að virðast rólegir, hlédrægir, og jafnvel feimnir, þá búa Sáttasemjarar yfir innri ástríðu og eldmóði. Fólk með persónuleikagerð Sáttasemjara er aðeins um 4% af mannfjöldanum og hættan á að því finnist það misskilið er því miður talsvert mikil - en þegar það hittir og eyðir tíma með fólki, sem líkst því í hugsunarhætti, þá mun samhljómurinn sem það upplifir verða uppspretta innblásturs og gleði.

Persónuleiki “Sáttasemjari” (INFP-A / INFP-T)

Sáttasemjarar stjórnast af lífsreglum sínum, frekar en af rökum, spennu, eða hagkvæmni. Þegar þeir ákveða hvernig eigi að halda áfram, þá munu þeir líta til heiðurs, fegurðar, siðferðis og dyggðar - Sáttasemjarar eru leiddir áfram af hreinleika eigin ásetnings, ekki umbun eða refsingu. Fólk sem deilir persónuleikagerð Sáttasemjara er stolt af þessum eiginleika, og það réttilega, en það eru ekki allir sem skilja hvað það er sem knýr þessar tilfinningar áfram, og það getur leitt til einangrunar.

Ekki er allt gull sem glóir; ekki eru allir villtir sem ráfa um, það sem er gamalt og sterkt sölnar ekki, frostið nær ekki til djúpra róta.

J. R. R. Tolkien

Við Vitum Hvað Við Erum, en Við Ekki Hvað Við Getum Orðið.

Á besta hátt, gera þessir eiginleikar fólki, með persónuleikagerð Sáttasemjara, kleift að eiga í innilegum samskiptum við aðra, það á auðvelt með að nota líkingar og segja dæmisögur, og skilja og búa til tákn sem miðla hugmyndum þeirra. Styrkleiki þessa samskiptastíls hentar vel í skapandi vinnu, og það kemur ekki á óvart að margir frægir Sáttasemjarar eru ljóðskáld, rithöfundar og leikarar. Að skilja sjálfa sig og stöðu sína í heiminum er mikilvægt fyrir persónuleika Sáttasemjara, og þeir kanna þessar hugmyndir með því að kasta sér sjálfum inn í verk sín.

Sáttasemjarar hafa hæfileika til að tjá sig, og þeir afhjúpa fegurð sína og leyndarmál með líkingum og skálduðum karakterum.

Hæfileikar Sáttasemjara þegar kemur að tungutaki eru ekki bundnir við móðurmál þeirra - þeir eru taldir hæfileikaríkir þegar kemur að því að læra annað (eða þriðja!) tungumál. Samskiptahæfileikar Sáttasemjara koma sér einnig vel þegar kemur að þrá Sáttasemjara eftir samhljómi og það hjálpar þessum persónuleikum að komast áfram þegar þeir finna köllun sína.

Hlustaðu á Marga, en Talaðu við Fáa.

Ólíkt persónuleikagerðum sem eru félagslyndari, þá beina Sáttasemjarar athygli sinni aðeins að fáum, einum verðugum málstað - ef athyglinni er dreift of víða, þá missa þeir niður orkuna, og verða jafnvel niðurdregnir og ofurliði bornir af öllu því slæma í veröldinni sem þeir geta ekki lagað. Þetta er dapurleg sjón fyrir vini Sáttasemjara, sem fara að reiða sig á rósrauða sýn þeirra.

Ef þeir passa sig ekki, þá geta Sáttasemjarar tapað sér í leit sinni að hinu góða og vanrækt hinar daglegu skyldur í lífinu. Sáttasemjara rekur oft inn í þunga þanka, þeim finnst skemmtilegra að hugsa um hið fræðilega og hið heimspekilega en nokkurri annarri persónuleikagerð. Haldi ekkert aftur af þeim, þá geta persónuleikar Sáttasemjara byrjað að tapa tengingunni, dregið sig inn í "einsetuham", og það kann að kosta mikla orku af hálfu vina og maka til að ná þeim til baka í raunheima.

Líkt og blóm að vori, þá mun ástúð, sköpunarkraftur, góðvilji og hugsjónir Sáttasemjarans, sem betur fer, alltaf koma til baka, og umbuna þeim og þeim sem þeir elska, ekki með rökum og nytsemi, heldur heimssýn sem vekur upp samkennd, góðmennsku og fegurð hvert sem þeir fara.

Sáttasemjarar sem Þú Gætir Þekkt

Viltu fræðast meira?