Persónuleiki “Skemmtikraftur”

(ESFP-A / ESFP-T)

Ég er eigingjörn, óþolinmóð og dálítið óörugg. Mér verða á mistök, ég lýt ekki stjórn og stundum er erfitt að eiga samskipti við mig. En getir þú átt samskipti við mig þegar ég er erfiðust, þá átt þú vissulega ekki skilið að fá mig þegar ég er best á mig komin.

Marilyn Monroe

Ef nokkur sem allt í einu af eigin hvötum hefur upp raustina og fer að syngja og dansa, þá er það skemmtikraftspersónuleikinn. Skemmtikraftar geta verið gripnir af spennu hinnar líðandi stundar, og vilja að allir aðrir finni þetta einnig. Engin önnur persónuleikagerð er eins örlát á tíma sinn og orku eins og skemmtikraftar þegar kemur að því að hverja aðra, og engar aðrar persónuleikagerðir gera slíkt með eins ómótstæðilegum stíl.

Persónuleiki “Skemmtikraftur” (ESFP-A / ESFP-T)

Við erum öll stjörnur...

Fæddir skemmtikraftar, skemmtikraftar elska sviðsljósið, en allur heimurinn er sviðið. Margar frægar persónur sem eru með skemmtikraftapersónuleikann, eru vissulega leikarar, en þeir elska að setja upp leiksýningu fyrir vini sína einnig, og spjalla saman af einsakri og jarðbundinni andagift, soga til sín athygli og valda því að hver einstök skemmtiferð er dálítið eins og samkvæmi. Skemmtikraftar eru fullkomlega félagsverur, þeir hafa gaman af einföldum hlutum og það er engin meiri skemmtun fyrir þá en að hafa bara gaman að þessu með góðum hópi vina.

Þetta er ekki bara eingöngu spjall - Skemmtikraftar eru með sterkasta fegurðarskyn af nokkurri annarri persónuleikagerð. Skemmtikraftapersónuleikar eru með skynbragð á tísku allt frá því að snyrta sig og til fatnaðar sem passar við vel útbúið heimili. Skemmtikraftar vita hvað er aðlaðandi frá þeirri stundu sem þeir sjá það, og eru ekki hræddir um að breyta umhverfi sínu til að endurspegla persónulegan stíl. Skemmtikraftar eru meðfætt forvitnir, og kanna auðveldlega nýja hönnun og nýjan stíl.

Þótt svo virðist ekki alltaf þá vita skemmtikraftar að þetta snýst ekki allt um þá og þeir taka eftir og eru mjög næmir á tilfinningar annarra. Fólk sem er með þessa persónuleikagerð er oft fyrsta fólkið sem hjálpar öðrum að tala um vandamál, og veitir þeim tilfinningalegan stuðning og raunhæfar ráðleggingar. Hins vegar snúi vandamálið ekki að þeim þá eru skemmtikraftar líklegri með að forðast átök yfirleitt frekar en að takast beint á við vandamálið. Skemmtikraftapersónuleikar hafa venjulega gaman af smá drama og ástríðu en ekki ein mikið þegar athygli gagnrýnenda beinist að þeim.

...Og við eigum öll skilið a tindra

Mesta áskorun sem skemmtikraftar eig við að glíma er að þeir eru oft svo fókusaðir á skyndilega ánægju að þeir vanrækja skyldur og ábyrgð sem gerir þetta mögulegt. Margslungin greining, endurtekin verk og samsvarandi tölfræði miðað við raunverulegar afleiðingar eru ekki auðveld störf fyrir fólk sem er með persónuleika skemmtikrafts. Þeir vilja frekar reiða sig á heppni eða tækifæri, eða að biðja um hjálp frá fjölmörgum vinum sínum. Mikilvægt er að skemmtikraftar veiti sjálfum sér áskorun til að fylgjast með langtímaáætlunum eins og eftirlaunaáætlun eða sykurnotkun.

Skemmtikraftapersónuleikar gera sér grein fyrir gildi og gæði sem í sjálfu sér er góður eiginleiki. Í tengslum við tilhneigingu þeirra að vera lélegir að gera áætlanir þá getur þetta valdið því að þeir lifa um efni fram og kredit kort eru sérstaklega hættuleg. Skemmtiraftar eru meira fókusaðir á að stökkva á tækifæri en að gera langtíma áætlanir um langtíma markmið, geta hugsanlega komist að raun um að ekki sé lengur ráð á vissri starfsemi.

Það er ekkert sem gerir einhvern sem er með persónuleika skemmtikrafts eins leiðan og það þegar honum finnst hann lokkaður í hólf vegna aðstæðna þar sem hann getur ekki sameinast vinum sínum.

Skemmtikraftar eru velkomnir hvarvetna sem þörf er á hlátri, gáska, og sjálfboðaliða sem er tilbúinn að reyna eitthvað nýtt eða skemmtilegt - og ekki er til nein frekari gleði fyrir skemmtikrafta en að taka alla með sér í skemmtiferð. Skemmtikraftar geta spjallað klukkustundum saman, stundum um alt nema umræðuefnið sem þeir ætluðu að spjalla um og deila tilfinningum með ástvinum. Muni þeir eftir því að hafa allt í réttri röð þá eru þeir ávallt tilbúnir að sökkva sér í allt hið nýja og spennandi sem heimurinn hefur upp á að bjóða, á samt vinum sínum.

Skemmtikraftar sem þú kannski þekkir

Viltu fræðast meira?