Persónuleiki “Arkítekt”

(INTJ-A / INTJ-T)

Það er einmanalegt á toppinum, og að vera ein fágætasta og færasta persónuleikagerðin á sviði skipulagningar og stefnumörkunar er nokkuð sem arkitektar þekkja mjög vel. Arkitektar eru aðeins tvö prósent íbúa, og konur með þessa persónuleikagerð er sérstaklega fáar, þar sem þær eru aðeins 0,8% íbúa – það er oft áskorun fyrir þær að finna einstaklinga með svipað hugarfar sem geta haldið í við linnulausa vitsmunahyggju og tilþrif sem líkjast skákfléttum. Fólk með arkitektapersónuleika er hugvitsamt en samt afgerandi, metnaðarfullt en er samt annt um einkamálefni, merkilega forvitið, en eyðir samt ekki orku sinni að óþörfu.

Ekkert getur komið í veg fyrir að rétta afstaðan nái fram markmiði sínu

Meðfæddur fróðleiksþorsti sem kemur fram snemma á lífsleiðinni veldur því að arkitektar fá oft á sig það orð að vera “bókaormar” á barnsaldri. Þó svo að þetta kunni oft að vera sagt til háðungar af jafnöldrum, þá er líklegra en ekki að þeir samsama sig því og eru jafnvel stoltir af því og hafa mikla ánægju af víðtækum og djúpum þekkingargrunni sínum. Arkitektar njóta þess jafnframt að miðla vitneskju sinni með öðrum, þar sem þeir finna til öryggis við að hafa gott vald á þeim faggreinum sem þeir hafa valið sér, en þessir persónuleikar kjósa fremur að hanna og framkvæma snjalla áætlun á sínu sviði frekar en að miðla skoðunum sínum á "leiðinlegum" truflunum eins og slúðri.

Þú átt ekki rétt á skoðun þinni. Þú átt rétt á upplýstri skoðun sem þú hefur. Enginn á rétt á því að vera fáfróður.

Harlan Ellison

Þótt það virðist vera þversögn gagnvart flestum áhorfendum, þá geta arkitektar lifað samkvæmt skerandi mótsögnum sem engu að síður virðast fullkomlega eðlilegar – að minnsta kosti út frá algerlega skynsömu sjónarmiði. Til dæmis þá eru arkitektar á sama tíma bæði algerlega óraunhæfir hugsjónamenn og einbeittir bölsýnismenn, en þetta virðast vera andstæður sem útiloka hver aðra. En þetta stafar af því að fólk sem er með persónuleikagerð arkitekta hefur tilhneigingu til að trúa því að með því að leggja sig fram, af greind og íhugun, þá er ekkert ómögulegt, en á sama tíma trúa þeir því að fólk sé of latt, skammsýnt eða eigingjarnt til að geta í raun náð þessum stórkostlega árangri. Samt þá er ólíklegt að þetta kaldhæðnilega sjónarmið varðandi raunveruleikann stöðvi áhugasaman arkitekt í því að komast að niðurstöðu sem hann trúir að skipti máli.

Persónuleiki “Arkítekt” (INTJ-A / INTJ-T)

Þegar um er að ræða grundvallaratriði, skaltu vera fastur/föst fyrir eins og klettur

Arkitektar geisla af sér sjálfstraust og dularhjúp, og glöggskyggnar skoðanir þeirra, hugmyndaauðgi og afburða rökfesta gerir þeim kleift að koma í gegn breytingum eingöngu á viljastyrk og persónuleikastyrk sínum. Stundum kann að virðast sem arkitektar hafi einsett sér að kryfja í sundur og byggja síðan upp aftur sérhverja hugmynd og kerfi sem þeir komast í snertingu við, þar sem þeir nota ákveðna fullkomnunarhyggju og jafnvel siðalögmál við þessa vinnu. Hver sá sem ekki er með hæfileika til að halda í við vinnuferla arkitekta, eða það sem er verra, sér engan tilgang með þeim, er í hættu með að missa virðingu þeirra jafnskjótt og varanlega.

Reglur, takmarkanir og hefðir eru viðurstyggð í hugum þeirra sem eru með persónuleikagerð arkitektsins - allt ætti að vera opið fyrir spurningum og endurmati, og sjái þeir sér leik til þess, þá munu arkitektar oft starfa einhliða að því að koma í gegn aðferðum og hugmyndum sínum sem eru tæknilega betri, stundum án nægilegs tillits, og nánast ávallt óhefðbundnar.

Þetta er á ekki að misskiljast sem hvatvísi - arkitektar munu stundum leitast við að halda sig við rökrétta aðferð án tillits til hversu eftirsóknarvert lokatakmarkið er, og nota sérhverja hugmynd, hvort sem hún kemur innanfrá eða er fengin utanfrá, verður að ganga í gegn miskunarlausa og ætíð nærverandi síu sem metur "Gengur þetta upp?" Þetta kerfi er notað hvenær sem er, gagnvart öllum hlutum og öllu fólki, og þetta er oft þar sem arkitektapersónuleikarnir lenda í vandræðum.

Maður veltir hlutunum meira fyrir sér þegar maður ferðast einsamall

Arkitektar eru afburðasnjallir og öruggir á þeim sviðum þekkingargrunns sem þeir hafa eytt tíma í að skilja, en því miður, þá er ekki líklegt að þjóðfélagssáttmálinn sé hluti þessara málefna. Hvít lygi og rabb um daginn og veginn er nógu erfitt fyrir persónuleikategundir sem þrá sannleika og dýpt, en arkitektar kunna að ganga svo langt að álíta marga samfélagssáttmála sem verandi hreint og beint heimskulega. Það er kaldhæðnislegt að oft er best fyrir þá að vera áfram þar sem þeim líður vel - utan kastljóssins - þar sem eðlislægt öryggi sem fylgir arkitektum þar sem þeir starfa með hinu kunnuglega, getur þjónað tilgangi sem eigið leiðarljós, sem laðar að fólk, á grundvelli rómantískra áhrifa eða með öðrum hætti, sem hefur svipað geðslag og áhugamál.

Arkitektar eru skilgreindir á grundvelli tilhneigingar sinnar að fara gegnum lífið eins og það væri risastórt skákborð, þar sem taflmennirnir eru á stöðugri ferð á grundvelli íhugunar og greindar, ávallt er verið að meta ný herbrögð, hernaðaráætlanir og viðbragðsáætlanir, stöðugt að koma með krók á móti bragði gagnvart jafningjum sínum til þess að viðhalda stjórn á stöðunni meðan verið er að hámarka frelsi þeirra til athafna. Þetta er ekki ritað til að gefa í skyn að arkitektar starfi án samvisku, en gagnvart mörgum öðrum persónuleikagerðum þá getur óbeit arkitekta gagnvart því að framkvæma eitthvað á grundvelli tilfinninga, virst benda til þess, og þetta skýrir hvers vegna margir skálkar í skáldsögum (og misskildar hetjur) eru byggðar á þessari persónuleikagerð.

Arkitektar sem þú kannski þekkir

Viltu fræðast meira?