Persónuleiki Ræðismaður

ESFJ-A / ESFJ-T

Ræðismaður ESFJ-A / ESFJ-T

Hvetja, lyfta upp og styrkja hver annan. Því að jákvæða orkan sem dreift er til eins munum við öll finna.

Deborah Day

Fólk sem tilheyrir konsúlspersónuleikanum er vinsælt - sem er skiljanlegt þegarr þetta er líka mjög algeng persónugerð og er hún tólf prósent af íbúum. Í menntaskóla eru konsúlar klappstýrur, og leikstjórnendur, gefa tóninn, eru í sviðsljósinu og leiða liðin áfram til sigurs og frægðar. Síðar í lífinu halda konsúlar áfram að styðja við vini sína og ástvini, skipuleggja samkomur og félagslega viðburði og leggja sig fram um að allir séu ánægðir.

Í hjarta sínu eru konsúlpersónuleikar félagslegar verur og þrífast á því að fylgjast vel með því sem vinir þeirra eru að gera.
Persónuleiki Ræðismaður (ESFJ)

Umræður um vísindakenningar eða rökræður um alþjóðastjórnmál eru ekki líkleg til að grípa áhuga konsúla um lengri tíma. Konsúlum er meira annt um áþreifanleg raunhæf mál, þar á meðal að bæta félagslega stöðu sína og skoða annað fólk. Að fylgjast með því hvað er að gerast í kringum þá eru þeirra ær og kýr, en konsúlpersónuleikar gera sitt besta til að nota vald sitt til góðs.

Virðing fyrir visku leiðtoga

Konsúlar eru fórnfúsir, og þeir taka ábyrgð sína alvarlega til að hjálpa og til að gera það sem rétt er. Ólíkt þeim persónuleikagerðum sem eru með meiri hugsjónir hinsvegar, þá byggja konsúlar siðferðilegan áttavita sinn á viðteknum hefðum og lögum, þar sem þeir viðhalda yfirvaldi og reglum, frekar en að byggja siðferði sitt á heimspeki eða dulhyggju. Mikilvægt er fyrir konsúla að muna það að fólk kemur frá margskonar bakgrunni og sjónarmiðum, og hvað kann að virðast rétt í þeirra augum er ekki ávallt alger sannindi.

Fólk sem er með konsúls persónugerðina elskar að geta þjónað, það nýtur þess hlutverks sem gefur þeim kost á að taka þátt með raunverulegum hætti, eins lengi og þeir vita að þeir eru metnir að verðleikum. Þetta er sérstaklega áberandi heima, og konsúlar eru tryggir og trúir sambýlisfélagar og foreldrar. Konsúlspersónuleikar virða stigveldi, og þeir gera sitt besta til að koma sjálfum sér fyrir með ákveðnu valdi, heima hjá sér og í vinnunni, sem leyfir þeim að halda hlutum skýrum, stöðugum og skipulögðum fyrir alla.

Samhuga sambönd

Styðjandi og mannblendinn, það er ávallt hægt að greina konsúla í samkvæmum - þeir eru þeir sem taka sér tíma til að spjalla og hlæja með öllum! En hollusta þeirra gengur jafnvel lengra en að flögra um, vegna þess að þeir þurfa þess með. Konsúlspersónuleikar hafa vissulega áhuga á að heyra um sambönd vina sinna, og starfsemi, minnast lítilla atriða og eru ávallt tilbúnir að ræða um atriði með hlýju og næmni. Gangi hlutirnir ekki vel, eða sé einhver spenna í herberginu, þá skynja konsúlar það og reyna að koma aftur á samlyndi og stöðugleika í hópnum.

Þar sem konsúlar eru persónugerð sem er nokkuð mótfallin átökum, þá eyða þeir mikið af orku sinni í að koma á félagslegri reglu, og taka áætlanir og skipulagða atburði framyfir opna viðburði eða sjálfsprottnar samkomur. Þessir persónuleikar leggja mikla vinnu í þá starfsemi sem þeir hafa komið á fót og það er auðvelt að meiða tilfinningar konsúls sé hugmyndum þeirra hafnað, eða sé fólk almennt ekki áhugasamt. Og það er mikilvægt fyrir konsúla að minnast þess að allir eru að koma úr mismunandi stöðum, og að áhugaleysi er ekki athugasemd um þá eða starfsemi sem þeir hafa skipulagt - þetta er bara ekki þeirra hlutir.

Að sættast við viðkvæmni sína er stærsta áskorun konsúla - fólk á eftir að vera ósátt og þeir eiga eftir að gagnrýna, og þótt þetta valdi sárindum þá er það bara hluti lífsins. Það besta sem einhver sem er með persónugerð konnsúls er að gera það sem þeir eru bestir í að gera: að vera fyrirmynd, að annast það sem þeir hafa vald á að annast, og hafa ánægju af því að svo margt fólk hefur gaman að þeirra framlagi.

Frægir Ræðismenn