Ræðismaður

Persónuleiki ESFJ

Ræðismenn eru mjög umhyggjusamir, félagslegir, samfélagssinnaðir einstaklingar sem eru alltaf fúsir til að hjálpa.

Atriði sem sýnir ESFJ persónuleikagerðina (Ráðgjafa). Tvö spennt börn sitja við borð á meðan brosandi ESFJ foreldrar þeirra bera fram innpakkaðar gjafir og afmælisköku með logandi kertum. Tryggur hundur stendur nálægt, spenntur að taka þátt í hátíðarhöldunum. Atriðið miðlar gleðinni og samveru sem ESFJ persónuleikagerðin finnur í því að safna ástvinum saman til að heiðra mikilvæga áfanga og styrkja fjölskyldubönd.
E Úthverfur S Raunsær F Tilfinningaríkur J Skipulagður

Ræðismaður

Hvetjið, lyftið og styrkið hvert annað. Jákvæð orka sem dreifist til eins mun smita okkur öll.

Deborah Day

Fyrir fólk með ESFJ-persónuleikagerðina (ræðismaður) er lífið best þegar því er deilt með öðrum. Þetta félagslynda fólk myndar stoðir margra samfélaga, opnar dyr – og hjarta sitt – fyrir vinum, fjölskyldu og nágrönnum.

Það þýðir þó ekki að þeir séu dýrlingar eða þeir eigi samleið með öllum. Raunar tengjast þeir helst fólki sem deilir gildum þeirra og skoðunum. En óháð því hvar fólk stendur, trúa ESFJ-persónuleikar á gildi gestrisni og góðra siða, og finna til skyldu gagnvart fólkinu í kringum sig. Gjafmildir og áreiðanlegir leitast þeir við að halda fjölskyldum og samfélögum saman með stóru sem smáu.

Persónuleiki ESFJ (Ræðismaður)
ESFJ-persónuleikar hafa þann einstaka eiginleika að láta fólk finna fyrir öryggi, hlýju og stuðningi.

Fegurðin við ábyrgðafulla lífið

Fólk með ESFJ-persónuleikagerðina er óeigingjarnt. Það tekur ábyrgð sína – að styðja aðra, þjóna samfélaginu og gera það rétta – alvarlega. Og það trúir yfirleitt að til sé eitt “rétt” sem bæti samfélagið. Þegar það mætir óréttlæti eða því sem það lítur á sem rangar gjörðir annarra, getur reynst því erfitt að hliðra til. Afleiðingin er sú að það getur verið snúið fyrir þá að sjá fólk, sérstaklega þeirra nánustu, velja leið sem ESFJ-týpunni finnst óskiljanleg.

ESFJ-persónuleikar búa yfir skýrum siðferðisgrundvelli – og það getur verið þeim algjörlega óskiljanlegt þegar hegðun annarra samræmist ekki þessum gildum.

ESFJ-persónuleikar hafa skýrar skoðanir á réttu og röngu. Sumum finnst þeir á köflum dómharðir, en þessar skoðanir byggjast á djúpri virðingu fyrir hefðum. ESFJ-persónuleikum er ljóst að allt sem við gerum geti haft afleiðingar fyrir aðra, og þeir treysta gjarnan á skýrar reglur og norm til að leiðbeina sér í því að taka samfélagslega ábyrg og réttlætanlega ákvörðun.

Að byggja sambönd sem vara

Stuðningsríkir og félagslyndir eru ESFJ-persónuleikar auðþekktir á skemmtunum – þeir passa upp á að allir skemmti sér og finni sig velkomna! En þeir eru ekki bara á flugi í lífi annarra; tryggðin sem einkennir þá er djúp, og á tengslum þeirra byggja þeir langvarandi sambönd. Á þá er alltaf hægt að treysta þegar þörf er á hjálparhönd eða hlustandi eyra. Raunar virðist það fylla þeirra eigin þarfir þegar fólk treystir á þá og þarf á þeim að halda.

Fólk með ESFJ-persónuleikagerðina missir sjaldan afmælis- eða hátíðardaga. Það er helgað samböndum sínum og festir jafnvel minnstu smáatriði úr lífi vina sinna og ástvina í minni.

Vegna ástar sinnar á reglu og skipulagi kjósa ESFJ-persónuleikar skipulögð samkvæmi frekar en opnar uppákomur eða skyndihittinga – og þeir taka gjarnan að sér gestgjafahlutverkið til að tryggja að allt gangi snurðulaust. Þeir leggja mikið upp úr að allir finni sig velkomna og metna, og taka því gjarnan persónulega ef einhver virðist ekki kunna að meta eljuna sem í hlutina er lögð.

Fyrir marga sem hafa ESFJ-persónuleikagerðina er ein stærsta áskorun lífsins að sætta sig við að ekki er hægt að stjórna hugsunum eða hegðun annarra – jafnvel þeirra sem standa manni næst. Með því að beina athyglinni að því sem þeir gera best, að vera fyrirmynd í umhyggju, ábyrgð og hlýleika, geta þeir fundið bæði frið og uppfyllingu – og stuðlað að bættum heimi um leið.