Persónuleiki Baráttumaður

ENFP-A / ENFP-T

Baráttumaður ENFP-A / ENFP-T

Ég hef ekki áhuga á því við hvað þú starfar. Ég vil vita hvað þú þráir - og hvort þú hafir kjark í þér til að láta þig dreyma um að standa frammi fyrir því sem hjarta þitt þráir. Ég hef ekki áhuga á að vita hversu gamall/gömul þú ert. Ég vil vita hvort þú viljir eiga það á hættu að líta út eins og auli - vegna ástar - vegna drauma þinna - vegna ævintýrisins sem fylgir því að vera lifandi.

Oriah Mountain Dreamer

Baráttumannspersónuleikinn er sannur frjáls andi. Þeir eru oft uppistaðan í veislunni, en þeir hafa minni áhuga á þeirri spennu og ánægju sem fylgir líðandi stund en þeirri ánægju sem fylgir hinum félagslegu og tilfinningalegu tengingum sem þeir stofna til við aðra. Aðlaðandi, óháðir, kraftmiklir og samúðarfullir, þessi 7% af íbúum sem þeir mynda eru vissulega eftirtektarverðir sama í hvaða hópi þeir eru.

Persónuleiki Baráttumaður (ENFP)

Þú getur breytt heiminum með hugmyndinni einni og sér

Þótt þeir séu meira en bara notalegir einstaklingar sem kunna að þóknast fólki, þá eru baráttumenn mótaðir af hugsjónaeðli sínu sem gerir þeim kleift að lesa á milli lína, af forvitni og elju. Þeir hafa tilhneigingu til að líta á lífið sem stórt margslungið púsluspil þar sem allt er tengt - en ólíkt persónuleikagerðum sem eru í hlutverkum greiningaraðila, sem hafa tilhneigingu til að skoða þetta púsluspil sem röð kerfisbundinna vélráða, þá sjá baráttumenn þetta gegnum prisma tilfinninga, samkenndar og dulhyggju, og eru ávallt að leita að dýpri merkingu.

Baráttumenn eru harðlega sjálfstæðir, og þeir þrá sköpun og frelsi miklu meir en stöðugleika og öryggi.

Margar aðrar persónugerðir eru líklegar til að finnast þessir eiginleikar ómótstæðilegir, og hafi þeir fundið einhverja orsök sem kveikir í ímyndunaraflinu hjá þeim, þá munu baráttumenn færa með sér orku sem oft þrýstir þeim inn í sviðsljósið, þar sem sem þeim er hampað af jafningjum sem leiðtogar og gúrúar - en þetta er ekki alltaf þar sem baráttumenn sem elska sjálfstæði vilja vera. Ennþá verr er að þessir persónuleikar lenda oft í því að það hlaðast á þá stjórnunarstörf og venjubundin viðhaldsvinna sem getur stundum fylgt leiðtogastöðu. Sjálfsvirðing baráttumanna er háð getu þeirra til að koma fram með frumlegar lausnir, og þeir þurfa að vita að þeir hafa frelsi til að vera með nýsköpun á prjónunum - þeir missa oft þolinmæðina eða verða niðurdregnir ef þeir festast í leiðinlegu hlutverki.

Ekki glata þessum ‘Litla neista brjálsemi‘

Til allrar hamingju þá kann fólk sem er með persónugerð baráttumanns að slaka á, og þetta fólk er fullkomlega fært um að breyta sér úr kappsömum, atorkusömum hugsjónamanni á vinnustaðnum yfir í hugmyndaríkan og áhugasaman frjálsan anda á dansgólfinu, oft svo skyndilega að það kemur jafnvel bestu vinum þeirra á óvart. Að vera í stöðugum samskiptum gefur þeim einnig möguleika á að tengjast tilfinningalega öðrum, sem veitir þeim verðmæta innsýn í það sem hvetur vini þeirra og samstarfsaðila. Þeir trúa því að allir ættu að taka sér tíma til að gangast við og láta í ljós tilfinningar sínar, og samkennd þeirra og félagslyndi gerir slíkt að eðlilegu umræðuefni.

Baráttumannspersónuleikar þurfa samt sem áður að gæta sín - fari þeir að reiða sig of mikið á innsæi sitt, gera öðrum upp hvatir eða gera ráð fyrir, í of ríku mæli, hvatann hjá einhverjum vina sinna, þá geta þeir lesið rangt í merki og ónýtt áætlanir sem beinskeyttari nálgun hefði auðveldað. Þessi tegund félagslegrar streitu er grýla sem heldur vöku á nóttunni fyrir þessari persónugerð, sem einbeitir sér að samhug. Baráttumenn eru mjög tilfinningasamir og næmir, og þegar þeir stíga á fætur einhvers þá finna þeir það báðir.

Baráttumenn nota oft mikinn tíma til að rannsaka félagsleg sambönd, tilfinningar og hugmyndir áður en þeir finna eitthvað sem virkilega hljómar rétt. En þessir persónuleikar finna að lokum sinn stað í heiminum, hugmyndaauðgi þeirra, samkennd og hugrekki er líklegt til að framkalla ótrúlegar niðurstöður.

Frægir Baráttumenn