Persónuleiki Snillingur

ISTP-A / ISTP-T

Snillingur ISTP-A / ISTP-T

Ég vildi lifa lífinu, öðruvísi lífi Ég vildi ekki að fara á sama staðinn á hverjum degi og sjá sama fólkið og gera sömu hlutina. Ég vildi skemmtilegar áskoranir.

Harrison Ford

Snillingar elska að kanna hluti með höndunum og augunum, snerta og kanna heiminn í kringum þá með kaldri rökhyggju og af mikilli forvitni. Fólk með þessa persónuleikagerð eru Skaparar af náttúrunnar hendi, fara úr einu verkefni í annað, byggja nytsamlega og óþarfa hluti bara til gamans, og læra jafnóðum af umhverfinu. Fólk með persónuleikagerð snillings eru oft vélvirkjar og verkfræðingar og þeim finnst ekkert skemmtilegra en að óhreinka hendurnar og taka hluti í sundur og setja þá saman aftur, þannig að hlutirnir eru aðeins betri en þeir voru áður.

Persónuleiki Snillingur (ISTP)

Snillingar kanna hugmyndir með sköpun, leita að bilunum, prófa sig áfram og treysta á eigin reynslu. Fólki með þessa persónuleikagerð finnst gaman þegar annað fólk sýnir verkefnum þeirra áhuga og stundum hefur það ekkert á móti því að annað fólk fari inn á þeirra svæði. Auðvitað er það með því skilyrði að það fólk skipti sér ekki af lífsreglum og frelsi Snillingsins, og það þarf að vera opið fyrir því að Snillingurinn sýni því áhuga sömuleiðis.

Fólki með persónuleikagerð snillings finnst gaman að hjálpa til og deila reynslu sinni, sér í lagi með þeim sem þeim þykir vænt um, og það er synd að þeir eru svona sjaldgæfir, en aðeins um fimm prósent af fólki hefur þessa persónuleikagerð. Konur sem eru Snillingar eru einkar sjaldgæfar, og hefðbundin kynhlutverk í samfélaginu hafa tilhneigingu til að passa þeim illa - oft er litið á þær sem strákastelpur frá unga aldri.

Þorðu að vera öðruvísi

Þó að hlédrægni þeirra og einbeiting á praktíska hluti kunni að láta þessa persónuleika virðast einfalda við fyrstu sýn, þá eru Snillingar í raun ansi dularfullir. Snillingar geta verið vinalegir en mjög einrænir, rólegir en skyndilega tekið upp á einhverju, mjög forvitnir en fyrirmunað að einbeita sér að formlegu námi, og það getur verið erfitt að spá fyrir um hvað þeir gera, jafnvel fyrir vini og ástvini. Snillingar geta virst mjög tryggir og stöðugir um tíma, en þeir hafa tilhneigingu til að safna upp hvatvísiorku sem getur sprungið án fyrirvara, og beint áhuga þeirra í algerlega nýjar áttir.

Fremur en að vera í einhverskonar hugsjónaleit, þá eru Snillingar bara að kanna lífvænleika nýrra áhugamála þegar þeir gera þessar miklu breytingar.

Ákvarðanir Snillinga eiga rætur sínar að rekja til tilfinningar fyrir praktísku raunsæi, og í hjarta sínu hafa þeir sterka tilfinningu fyrir beinni réttsýni, "allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður" afstöðu, sem hjálpar mikið við að útskýra marga af ruglingslegum eiginleikum Snillinga. Í staðinn fyrir að vera of varkárir, forðast að stíga á tær til að komast hjá því að stígið sé á þeirra tær, þá er fólk með persónuleikagerð Snillings líklegt til að ganga of langt, sætta sig við að svarað sé í sömu mynt á sama hátt, góðan eða slæman, og líta á það sem drengilega framkomu.

Stærsta vandamálið sem þeir, með persónuleikagerð Snillings, eiga líklega eftir að horfast í augu við er að þeir eru of bráðir á sér, og gefa sér að aðrir séu jafn eftirlátssamir og þeir sjálfir. Þeir munu verða þeir fyrstu til að segja tillitslausan brandara, flækja sig of mikið inn í verkefni annarra, vera með gauragang og fikta, eða skyndilega breyta áætlunum sínum vegna þess að þeir fengu meiri áhuga á einhverju öðru.

Ekkert er eins leiðinlegt og það þegar allir eru sammála þér

Snillingar munu komast að því að margar aðrar persónuleikagerðir draga mun skarpari línur þegar kemur að reglum og boðlegri hegðun heldur en þeir gera - viðkvæmari persónuleikar vilja oftast ekki heyra tillitslausan brandara, og myndu sannarlega ekki segja slíkan brandara sjálfir, og þeir myndu ekki vilja taka þátt í ærslum, jafnvel með viljugum aðila. Ef aðstæður eru þegar tilfinningaþrungnar, þá getur það að rjúfa þessi mörk mistekist hrapalega.

Snillingar eiga sérstaklega erfitt með að spá fyrir um tilfinningar, en þetta er bara náttúruleg framlenging á réttsýni þeirra, að teknu tilliti til þess hversu erfitt er að kanna tilfinningar og hvatir Snillinga. Hins vegar getur tilhneiging þeirra til að kanna sambönd sín í gegnum gjörðir frekar en með hluttekningu leitt til mjög pirrandi aðstæðna. Fólk með persónuleikagerð Snillings á í erfiðleikum með að virða mörk og reglur, kýs frekar frelsi til að fara um og lita út fyrir línurnar ef það þarf þess.

Að finna umhverfi þar sem þeir geta unnið með góðum vinum sem skilja þá og óútreiknanleika þeirra, sameina sköpunarkraft þeirra, húmor og nálgun þeirra varðandi það að gera hlutina sjálfir til að skapa praktískar lausnir og hluti, mun gefa fólki, með persónuleikagerð Snillings, mörg hamingjurík ár til að smíða nytsamlega kassa - og dást að þeim utan frá.

Frægir Snillingar