Persónuleiki Skipuleggjandi

ISTJ-A / ISTJ-T

Skipuleggjandi ISTJ-A / ISTJ-T

Athugasemd mín er sú að í hvert skipti sem ein manneskja er talin duga til að inna eitthvað af hendi... þá er framkvæmdin verri þegar tvær manneskjur koma að henni, og það gerist nánast ekkert ef þrír eða fleiri eru fengnir í verkið.

George Washington

Persónuleikagerð Skipuleggjanda er talin sú algengasta, og telur um 13% af mannfjöldanum. Heilindi, praktísk rökhyggja og óþreytandi hollusta gagnvart skylduverkum gera Skipuleggjendur að ómissandi kjarna í mörgum fjölskyldum, sem og fyrirtækjum og samtökum sem hafa í heiðri hefðir, reglur og staðla, svo sem á lögfræðiskrifstofum, eftirlitsstofnunum og í hernum. Fólk með persónugerð Skipuleggjanda nýtur þess að taka ábyrgð á gjörðum sínum, og eru metnaðarfullt í starfi - þegar þeir vinna að markmiði, þá halda Skipuleggjendur í engu aftur að sér þegar kemur að tíma og orku, og klára hvert verkefni með nákvæmni og þolinmæði.

Persónuleiki Skipuleggjandi (ISTJ)

Skipuleggjendur gera ekki ráð fyrir mörgu, þess í stað kjósa þeir að greina umhverfi sitt, yfirfara hlutina sjálfir og ákveða gagnlegar aðgerðir. Persónuleikar Skipuleggjanda eru jarðbundnar, og þegar þeir hafa tekið ákvörðun, þá munu þeir endurraða nauðsynlegum staðreyndum til að ná markmiðum sínum, og reikna með að aðrir nái strax tökum á stöðunni og grípi til aðgerða. Skipuleggjendur hafa lítið umburðarlyndi gagnvart óákveðni, en missa þolinmæðina enn fyrr ef þeirri leið sem þeir hafa valið er mótmælt með óhentugum kenningum, sér í lagi ef hlaupið er yfir mikilvæg smáatriði - ef mótmælin verða að tímafrekum umræðum, þá geta persónuleikagerðir Skipuleggjanda orðið sýnilega reiðar þegar skiladagur nálgast.

Þú Skalt Umgangast Þá sem Hafa Góða Kosti ef Þú Berð Virðingu Fyrir Mannorði Þínu...

Þegar Skipuleggjendur segja að þeir ætli að gera eitthvað, þá gera þeir það, standa við skuldbindingar sínar sama hvað það kostar þá sjálfa, og þeir eru undrandi yfir því að aðrir standi ekki við orð sín á sama hátt. Auðveldasta leiðin til að fá Skipuleggjendur upp á móti sér er með því að sameina leti og óheiðarleika. Þar af leiðandi kýs fólk með persónuleikagerð Skipuleggjanda oft að starfa eitt, eða að minnsta kosti hafa stöðu sína í valdastiganum á hreinu, þar sem þeir geta sett sér markmið og náð þeim án umræðu eða að þurfa að treysta á áreiðanleika annarra.

Persónuleikar Skipuleggjanda eru með beitta og staðreynda miðaða hugi, og kjósa sjálfræði og að vera sjálfum sér nógir heldur en að treysta á einhvern eða eitthvað. Að vera öðrum háður er að mati Skipuleggjenda veikleiki, ástríða þeirra fyrir skyldu, áreiðanleika og flekklausum persónulegum heilindum forða þeim frá því að falla í slíka gildru.

Þetta skynbragð á persónuleg heilindi er mjög mikilvægt fyrir Skipuleggjendur, og nær út fyrir hug þeirra - persónuleikar Skipuleggjanda halda sig við fastar reglur og viðmið sama hvað það kostar, tilkynna um eigin mistök og segja sannleikann jafnvel þó að afleiðingarnar gætu orðið hörmulegar. Að mati Skipuleggjenda er heiðarleiki mikilvægari en tilfinningaleg nærgætni, og hispurslaus nálgun þeirra kann að gefa öðrum ranga mynd af Skipuleggjendum sem köldum, og jafnvel vélrænum. Fólk með þessa persónuleikagerð á oft erfitt með að tjá tilfinningar sínar eða væntumþykju út á við, en sé gefið í skyn að það finni ekki til, eða enn verra, hafi enga samkennd með öðrum, særir það mjög mikið.

... Það Er Betra Að Vera Aleinn En í Slæmum Félagsskap

Hollusta Skipuleggjenda er frábær eiginleiki, sem gefur þessum persónuleikum færi á að ná miklum árangri, en einnig stór veikleiki sem óheiðarlegir einstaklingar geta nýtt sér. Skipuleggjendur sækjast eftir stöðugleika og öryggi, og telja það skyldu sína að allt gangi snurðulaust fyrir sig, og þeir kunna að verða þess varir að samstarfsmenn og makar þeirra færi verkefni sín yfir á þá, vitandi að þeir munu sinna þeim. Fólk með persónuleikagerð Skipuleggjanda hefur tilhneigingu til að halda skoðunum sínum fyrir sjálft sig og láta staðreyndirnar tala sínu máli, en það getur liðið langur tími þar til einhver sjáanleg sönnunargögn segja alla söguna.

Skipuleggjendur verða að muna að hugsa um sjálfa sig - þrálát hollusta þeirra við stöðugleika og skilvirkni getur stefnt þessum markmiðum í hættu til lengri tíma litið þar sem aðrir styðja sig sífellt meira við þá, og skapa þannig tilfinningalegt álag sem getur verið falið í mörg ár, og birtist síðan loksins þegar það er orðið of seint að laga það. Ef þessir persónuleikar geta fundið samstarfsmenn og maka sem raunverulega kunna að meta eiginleika þeirra og mynda góða heild með þeim, sem njóta þeirrar birtu, skýrleika og áreiðanleika sem þeir bjóða upp á, þá munu Skipuleggjendur finna að hlutverk þeirra í að koma á jafnvægi er afar ánægjulegt, vitandi að þeir eru partur af kerfi sem virkar.

Frægir Skipulagsfræðingar