Persónuleiki Kappræðumann

ENTP-A / ENTP-T

Kappræðumann ENTP-A / ENTP-T

Fylgið í slóð óöryggis hins sjálfstæða hugsuðar Berðu hugmyndir þínar fram gagnvart þeim hættum sem fylgja gagnrýni. Segðu hug þinn og óttastu minna að fá merkimiðan "rugludallur" en smánarblettinn að fylgja viðteknum skoðunum. Og þegar kemur að málefnum sem skipta þig máli skaltu standa upp og láta rödd þína heyrast sé þess nokkur kostur.

Thomas J. Watson

Kappræðumanns persónuleikagerðin er hinn sanni málsvari djöfulsins, hann þrífst á því að tæta í sig röksemdafærslu og trú og lætur heiðursmerki fjúka um loftið þannig að allir sjái. Ólíkt persónuleikum sem eru staðfastari þá eru kappræðumenn ekki að gera þetta vegna þess að þeir eru að reyna að ná fram einhverjum dýpri tilgangi eða stefnumarkmiði, heldur er þetta af þeirri einföldu ástæðu að það er gaman að þessu. Enginn hefur meira gaman af andlegum átökum en kappræðumenn, þar sem þetta veitir þeim kost á að reyna snaggaralega hnyttni sem rennur fram áreynslulaust, víður uppsafnaður þekkingargrunnur, og geta til að tengja saman ólíkar hugmyndir til að sanna sína púnkta.

Sérkennileg hliðstaða kemur fram hjá kappræðumönnum, þar sem þeir eru heiðarlegir fram í fingurgóma, en munu færa rök fram þreytulaust fyrir einhverju sem þeir í raun og veru trúa ekki á, og fara í fótspor annars til að færa fram rök út frá öðru sjónarmiði.

Að leika hlutverk málsvara djöfulsins aðstoðar fólk sem er með kappræðumanns persónuleikagerðina ekki einungis til að þróa hjá sér betri skilning á röksemdafærslu annarra, heldur einnig betri skilning á andstæðum hugmyndum - þar eð kappræðumenn eru þeir sem bera fram rökin um þær.

Þessa tækni á ekki að rugla saman við þá tegund gagnkvæmra persónuleikategunda sem eru í diplómata hópnum - Kappræðumenn eru í stöðugri leita að þekkingu og hvar er betri leið að öðlast hana en að ráðast á og verja hugmynd frá döllum sjónarhornum?

Persónuleiki Kappræðumann (ENTP)

Það gilda engar reglur hér - Við erum að reyna að fá einhverju framgengt!

Kappræðumenn njóta þeirrar andlegu æfingar sem fylgir því að vera sá sem er álitinn eiga verri málstað að verja, þannig geta þeir dregið í efa ríkjandi hugsanagang og veldur það því að þeir verða ósmissandi í því að endurvinna núverandi kerfi eða að hrista upp í hlutunum og að þrýst þeim í vitrænar nýjar áttir. Hins vegar þá myndu þeir eiga bágt með að stjórna daglegu störfum sem snúast um að innleiða eða framkvæma tillögur þeirra. Kappræðumenn elska að fara í hugmyndavinnu og hugsa stórt, en munu forðast eftir kostum að vera gripnir við að vinna hin "daglegu rútínu störf" . Kappræðumenn eru einungis uþb. þrjú prósent af íbúafjölda, sem er bara rétt, þar sem það lætur þá skapa frumhugmyndir, og dregur sig síðan í hlé til að láta fjölmennari og vandlátari einstaklinga fjalla um aðföng og aðferðir við framkvæmd og viðhald.

Geta kappræðumanna til að taka þátt í kappræðum getur verið skapraunandi - því að oft er það metið þegar nauðsyn er á því, en þetta getur orðið til óþæginda þegar þeir stíga á tær annarra, með því að spyrja opinberlega yfirmann sinn á fundum, eða að hakka í sundur allt sem nákominn segir. Þetta flækir ennfremur málið er hin ófrávíkjandi heiðarleiki kappræðumanna, þar sem þessi tegund fer ekki í kringum hlutina í orðum sínum, og hefur lítinn áhuga þá því hvort litið sé á hann sem næman eða samúðarfullan. Einstaklingar sem eru með svipuð sjónarmið kemur vel saman við fólk sem er með persónuleika kappræðumanns, en hinar viðkvæmari gerðir manna, og samfélagið í heild, er oft andsnúið átökum, tekur frekar tilfinningar fram yfir, þægindi, og jafnvel hvíta lýgi umfram óþægilegan sannleika og kalda skynsemi.

Þetta ónýtir fyrir kappræðumönnum og þeir finna að þessi þrætuþrungna skemmtun brennir margar brýr, oft óviljandi, þar sem þeir plægja sig yfir þröskulda annarra, þar sem skoðanir þeirra eru dregnar í efa og tilfinningar þeirra eru settar til hliðar. Kappræðumenn vilja fara með aðra eins og þeir vildu láta fara með sig, en þeir hafa ekki mikla þolinmæði gagnvart þeim sem dekra við þá, og þeim er illa við þegar fólk fer kringum málefnið sérstaklega þegar verið er að biðja um greiða. Kappræðupersónuleikar eru virtir fyrir sýn sem þeir hafa, sjálfstraust, þekkingu og beitta kímnigáfu, en þurfa oft að berjast fyrri því að nota þessa eiginleika sem grundvöll fyrir dýpri vináttu og rómantík.

Tækifæri glatast vegna þess að þetta virðist vera erfið vinna

Kappræðumenn þurfa að fara um lengri veg en flestir til að virkja meðfædda eiginleika sína - vitsmunalegt sjálfstæði, og frjáls sýn sem er gríðarlega mikilvæg þegar þeir stjórna, eða ná að minnsta kosti hlustum einhvers sem fer með stjórn, að komast þangað getur reynst erfitt fyrir þá sem eru með persónuleika kappræðumanns.

Þegar loks er búið að tryggja slíka stöðu þá verða kappræðumenn að muna að til þess að hugmyndir þeirra komist til þroska þá verða þeir ávallt að treysta á að aðrir setji saman hlutina - hafi þeir eytt meiri tíma við að "sigra" kappræður en þeir hafa gert við að byggja samkomulag, og finna margir kappræðumenn að þeir eru einfaldlega ekki með þann stuðning sem er nauðsynlegur til að ná árangri. Að taka að sér hlutverk málsvar djöfulsins og leika þetta hlutverk á þann hátt að fólk með þessa persónuleikagerð finnist það vera mjög margslungið og gefandi vitsmunaleg ögrun, sem er að skilja afstöðu sem er tilfinningalegri, og að halda fram rökfærslu um samkomulag samtímis með rökfærslu og framförum.

Frægir Kappræðumenn